SIGRUN

Europe's #1 Online Business Mentor

  • Blog
  • Work With Me
    • RED CIRCLE
    • Momentum 360°®
    • SOMBA Kickstart
  • About me
    • Media
    • Speaking
  • Jobs

Hafnaði forstjórastóli fyrir ástina

Sed og heyrt Sigrun Gudjonsdottir

Henni fylgir orka og mikill kraftur, Sigrún Guðjónsdóttir starfaði sem framkvæmdastjóri í tækni og hugbúnaðarfyrirtækjum hér á landi en röð tilviljana leiddi hana til Sviss en þar býr hún ásamt þarlendum eiginmanni sínum. Sigrún hefur slegið í gegn á Netinu þar sem hún er með reglulega fyrirlestra  fyrirlestur á TEDx. Hún lauk námi sem arkitekt en hefur aldrei starfað sem slíkur og hefur aldrei hannað hús. Sigrún dvelur á Íslandi á sumrin ásamt eiginmanni sínum og sonum hans.

Rautt. “Við erum hér öll sumur, drengirnir eru með fimm vikna skólafrí og dvelja með okkur hér, sækja námskeið með íslenskum krökkum og við maðurinn minn vinnum heima á milli þess að við skutlum drengjunum,” segir Sigrún sem hefur mörg járn í eldinum.

Sigrún fékk áhuga á tölvum og möguleikum Netsins þegar hún var að ljúka arkitektanámi í Þýskalandi, gerði lokaverkefni sem var þrívíður háskólaheimur og eftir það var ekki aftur snúið.

“Ég komst að því að ég hafði miklu meiri áhuga á forritun Netinu og möguleikunum sem eru í því, ég vatt sem sagt kvæði mínu í kross og einbeitti mér að Netinu. Ég starfaði sem framkvæmdastjóri í þessum geira í meira en 10 ár og bætti við mig menntun í tölvunarfræðum og síðar meir í viðskiptum til að vera með þekkingargrunn á fleiri sviðum. ”

Sigrún er metnaðarfull og leggur sig alla fram í þeim verkefnum sem hún tekur sér fyrir hendur, hún er ákaflega skipulögð og nýtir tímann vel. Í lífinu er allt tilviljunum háð [og kannski ekki…] og sá á kvölina sem á völina. Sigrún stóð frammi fyrir áhugaverðu vali sem leiddi hana þangað sem hún er stödd í dag.

Allt fyrir ástina

“Ég valdi ástina fram yfir forstjórastól. Mér hafði boðist að taka við starfi forstjóra Nissan í Svíþjóð. Það var freistandi að taka því en jafnframt stressandi tilhugsun, ég hafði stjórnað fyrirtækjum hér sem voru með 70 starfsmenn en í Svíþjóð voru það miklu fleiri um 2000 [og ég hafði enga reynslu af bílabransanum]. Það sem flækti ákvarðanatökuna var að ég hafði fundið ástina, hann er eiginmaður minn í dag og heitir Martin Uetz. Hann á tvo syni sem eru með okkur á sumrin á Íslandi. ”

Sigrún starfaði í hugbúnaðartæknifyrirtæki í Sviss en vegna álags lélegrar vinnuaðstöðu missti hún heilsuna og var rúmliggjandi óvinnufær í sjö mánuði. Það reyndist henni þrautin þyngri að liggja vera kyrr með hugann á fullri ferð. Á meðan hún barðist við að ná heilsu þá kviknaði hugmyndin að því sem hún er að gera í dag.

“Ég vildi  vera sjálfstæð, vera minn eigin herra og ekki klossbundin við tölvu allan daginn og komast ekkert frá. Það var grunnhugmyndin að því sem ég er að gera í dag, að vera sjálfstæð, að finna ástríðuna í lífinu, og koma í neytendaumbúðir. Allir hafa eitthvað fram að færa og allir hafa einhverja ástríðu. Það gæti verið hvað sem er, ástríða fyrir matargerð, að kenna útsaum, að skrifa bók, að vera með námskeið. Ég kenni líka fólki að finna ástríðuna og láta verða að því að gera eitthvað með hana, að breyta ástríðu í vöru.”

Sjokk á saumanámskeiði

Jafnréttismál eru Sigrúnu hugleikin, hún vil leggja sitt af mörkum til að konur finni ástríðu sína og láti verða að því að framkvæma það sem hugur þeirra stendur til.

“Ég fór á sníðanámskeið þegar ég var 16 ára, var mikið í handavinnu og hafði óskaplega gaman af en upplifunin var ansi sérstök og markaði spor. Á námskeiðinu voru konur tugum árum eldri en ég og þær ræddu sín á milli um tækifærin sem þær glötuðu því þær gengu í hjónaband og eignuðust börn, þetta sat mjög sterkt í mér og ég ákvað að þannig ætlaði ég aldrei að verða. Ég finn fyrir miklum krafti á þeirri vegferð sem ég er á núna og hlakka til að sjá hvert verkefnið leiðir mig í framtíðina,” segir Sigrún sem er þotin af stað í útilegu með fjölskylduna.

[Innskot og leiðréttingar frá Sigrúnu]

Fleiri greinar um og frá Sigrúnu

  • How To Help Ukraine
  • LinkedIn
  • Facebook
  • Instagram
  • Twitter
  • Contact

© Copyright 2025 Sigrun GmbH - Privacy Policy - Terms & Conditions

We use cookies on our website to give you the most relevant experience by remembering your preferences and repeat visits. By clicking “Accept”, you consent to the use of ESSENTIAL cookies.
Cookie settingsACCEPT
Manage consent

Privacy Overview

This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may affect your browsing experience.
Necessary
Always Enabled
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. This category only includes cookies that ensures basic functionalities and security features of the website. These cookies do not store any personal information.
Non-necessary
Any cookies that may not be particularly necessary for the website to function and is used specifically to collect user personal data via analytics, ads, other embedded contents are termed as non-necessary cookies. It is mandatory to procure user consent prior to running these cookies on your website.
SAVE & ACCEPT